Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar 8. júlí 2025 17:03 Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Múlaþing Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Af málþófi minnihlutans má skilja að margt sé enn órætt í veiðigjaldaumræðunni. Samt kjósa stjórnarandstæðingar að hanga nær eingöngu í sömu ræðunum þar sem lesið er upp úr sömu umsögnunum. Aftur og aftur og aftur. Í hvert sinn sem upptalningin á sveitarfélögunum byrjar, sperri ég eyrun. Bíð eftir að heyra minnst á mitt sveitarfélag, Múlaþing. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér finnist svo merkilegt að heyra minnst á sveitarfélagið mitt, heldur vegna þess að þetta stingur mig í hvert einasta skipti. Ég veit nefnilega að í Múlaþingi eru engar af þeim útgerðum sem greiða nær allt veiðigjaldið. Ég veit líka að málið er þannig vaxið að afslátturinn sem skrifaður er inn í frumvarpið gagnast vel þeim fáu útgerðum sem eftir eru í sveitarfélaginu. Hagsmunagæslan er víða Í málefnasamningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Múlaþings kemur fram að flokkarnir ætli að beita sér fyrir bættum samgöngum og almennt stuðla að góðum innviðum. Það skýtur því skökku við að setja sig upp á móti máli sem hefur það beinlínis að markmiði að byggja upp innviði um land allt. Í umsögn meirihluta byggðaráðs Múlaþings er talað á almennan máta um þá vankanta sem minnihluti Alþingis og samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa bent á. Þar skortir tilfinnanlega hnitmiðaða gagnrýni þar sem bein áhrif á sveitarfélagið eru dregin fram. Málið er að áhrifin á sveitarfélagið verða lítil sem engin, nema þá helst í formi nauðsynlegra og löngu tímabærra innviðauppbyggingar. Það kemur manni því spánskt fyrir sjónir að sjá meirihlutann setja sig upp á móti því. Sama meirihluta og gerði málefnasamning um að stuðla að einmitt þessu. Sveitarfélagið notar meðal annars skýrslu sem KPMG gerði fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem rök í umsögn sinni. Greinagerðin er keypt af sveitarfélögunum og ber þess merki. Á fyrstu síðunni hefur KPMG meira að segja gert mikinn fyrirvara við niðurstöðu skýrslunnar. Þá talar sveitarfélagið um skort á greiningarvinnu fyrir frumvarpið í umsögn sinni þó staðreyndin sé sú að aldrei hafa verið lögð fram eins ítarleg gögn og gerðar eins mikilar greiningar við breytingar á lögum um veiðigjöld. Grímulaus hagsmunagæsla meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings blasir við manni þegar umsögnin er lesin. Minnihluti í meirihluta Þegar málin eru skoðuð frekar ætti þetta kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir flokkar sem eru í minnihluta Alþingis og standa þessa dagana í maraþon málþófi gegn frumvarpinu eru einmitt í meirihluta í langflestum þeirra sveitarfélaga sem sendu inn neikvæða umsögn. Það á einnig við í Múlaþingi. Þar stendur meirihluti sveitarstjórnar vörð um baráttumál minnihluta Alþingis þrátt fyrir að það fari þvert gegn hagsmunum nærsamfélags þeirra. Samfélagsins sem þau ættu að vera að vinna fyrir þegar þau sitja í sveitastjórn. En svona getur þetta orðið þegar fólk telur það heilaga skyldu sína að verja ákveðna hagsmuni. Við sjáum það vel í þinginu, þar sem þessir sömu einstaklingar hafa nú slegið Íslandsmet í málþófi. Þessir sömu einstaklingar væru vanhæfir vegna beinna hagsmunatengsla ef sömu reglur giltu á Alþingi og í sveitastjórnum. Raunveruleg áhrif á Múlaþing Ég hitti íbúa frá Djúpavogi á dögunum sem sagði: ,,Þið gefið ykkur EKKI með þetta mál, veiðigjöldin ERU nefnilega byggðamál!“ Skilaboðin frá samfélaginu eru skýr og íbúar sjá í gegnum rykið sem verið er að þyrla upp. Minnihluti Múlaþings sendi einnig inn umsögn um málið. Þar er komist nokkuð vel að kjarna málsins: ,,... Við beinum því jafnframt til ríkisstjórnarinnar að fjármagnið sem með þessu fæst verði sett í innviðauppbyggingu á landsbyggðinni enda koma gjöldin að mestu leyti frá fyrirtækjum á landsbyggðinni..... beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn. Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Stjórnaraðstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn. Innan sveitarfélaganna eiga veiðigjöldin ekki að snúast um hagsmuni fárra heldur almannahag og þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mál um takmarkaða auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. Fyrir afnot af henni á að greiða réttlátt gjald. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun