Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:02 Sveindísi Jane Jónsdóttur hefur gengið afar illa að skapa sér eitthvað á Evrópumótinu, bæði í ár og líka í Englandi fyrir þremur árum síðan. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira