„Heimskuleg spurning og dónaleg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2025 11:22 Þorsteinn Halldórsson mun ekki íhuga framtíð sína í starfi landsliðsþjálfara fyrr en eftir EM. vísir / anton brink Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi. „Ég er búinn að svara þessari spurningu núna undanfarið og er ekki að fara að svara henni núna daginn fyrir leik. Mér finnst þetta skrítin spurning,“ sagði Þorsteinn, aðspurður hvort hann hefði nánar íhugað framtíð sína í starfi, eftir að hafa tveimur dögum áður sagt að stöðufundur yrði haldinn eftir mót. „Mér finnst líka skrítið, og ég ætla bara að segja það hreint út því ég er mjög hreinskilinn maður, mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því eftir leik hvort hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig en að spyrja leikmann um þetta er bara, ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota… bara nautheimska,“ sagði Þorsteinn og vísaði þar til viðtals Vísis við Alexöndru Jóhannsdóttur daginn eftir leik. Stuttu síðar var Þorsteinn beðinn um að útskýra ummælin betur. „Í fyrsta lagi þá stjórna leikmenn ekki því hver er þjálfari, það er alveg ljóst. Í öðru lagi þá eru leikir eftir og þú setur leikmann í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaður hefur ekkert um þetta að segja. Leikmenn eru ekkert að spá í þetta á þessum tíma. Það er seinni tíma mál fyrir leikmenn að hafa skoðun á því. Þess vegna finnst mér tímapunkturinn alveg galinn,“ sagði Þorsteinn en umræðuna af blaðamannafundinum má finna hér fyrir neðan. Klippa: Þorsteinn vill ekki ræða framtíðina Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
„Ég er búinn að svara þessari spurningu núna undanfarið og er ekki að fara að svara henni núna daginn fyrir leik. Mér finnst þetta skrítin spurning,“ sagði Þorsteinn, aðspurður hvort hann hefði nánar íhugað framtíð sína í starfi, eftir að hafa tveimur dögum áður sagt að stöðufundur yrði haldinn eftir mót. „Mér finnst líka skrítið, og ég ætla bara að segja það hreint út því ég er mjög hreinskilinn maður, mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því eftir leik hvort hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig en að spyrja leikmann um þetta er bara, ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota… bara nautheimska,“ sagði Þorsteinn og vísaði þar til viðtals Vísis við Alexöndru Jóhannsdóttur daginn eftir leik. Stuttu síðar var Þorsteinn beðinn um að útskýra ummælin betur. „Í fyrsta lagi þá stjórna leikmenn ekki því hver er þjálfari, það er alveg ljóst. Í öðru lagi þá eru leikir eftir og þú setur leikmann í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaður hefur ekkert um þetta að segja. Leikmenn eru ekkert að spá í þetta á þessum tíma. Það er seinni tíma mál fyrir leikmenn að hafa skoðun á því. Þess vegna finnst mér tímapunkturinn alveg galinn,“ sagði Þorsteinn en umræðuna af blaðamannafundinum má finna hér fyrir neðan. Klippa: Þorsteinn vill ekki ræða framtíðina
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira