Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 06:33 Enska er opinbert mál Líberíu. AP/Evan Vucci Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka. Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka.
Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira