Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 06:33 Enska er opinbert mál Líberíu. AP/Evan Vucci Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka. Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka.
Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira