Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 21:50 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leik rétt áðan. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19