Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 23:22 Úr leik Íslands og Noregs í kvöld Vísir/Anton Brink Evrópumóti vonbrigða er lokið fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Mótið þar sem Ísland komst aldrei á skrið og spurningarnar sem sitja eftir eru margar og stórar. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Við getum með sanni sagt að tónninn hafi verið sleginn fyrir leik kvöldsins af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins sem voru mættir snemma upp í stungu og sungu og trölluðu yfir klukkutíma fyrir leik. Stelpurnar okkar fylgdu í kjölfarið í upphitun, vel einbeittar. „Við spilum upp á stoltið“ og „við ætlum að vinna þennan leik fyrir stuðningsmennina“ var eitthvað sem maður heyrði ítrekað í aðdraganda leiksins. Allar spurningar um hvað hefði geta gerst ef hitt og þetta hefði ekki gerst áttu ekki við í kvöld. Allir hlekkirnir farnir, bara Íslendingar á móti Norðmönnum og vonast til að pressuleysið færi vel í okkar lið. Það var engu líkara en að allir heimsins kraftar hefðu verið leystir úr læðingi þegar að Sveindís Jane kom boltanum í netið snemma leiks og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Markinu skiljanlega fagnað ákaft, fyrsta EM markið þetta árið og í kjölfarið var hverri einustu íslenskri hreinsun, hverri einustu íslenskri tæklingu ákaft fagnað. Það virtist allt með okkur en bévítans Norsarinn, eins og svo oft áður, kom til baka. Mark í kjölfar hornspyrnu og staðan orðin 1-1 eftir aðeins stundarfjórðung. Þrátt fyrir að hafa gert sex breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja er djúpt á gæðunum hjá Norðmanninum og hann herjaði á stelpurnar okkar í kjölfarið og náði inn öðru marki, aftur var það Signe Gaupset. Og stóðu leikar 2-1 í hálfleik. Norðmenn voru með öll völd á vellinum og bættu fljótlega við þriðja marki sínu í seinni hálfleik og svo því fjórða. Lentar 4-1 undir og að ætla sér að landa fyrsta og eina sigrinum á mótinu í þannig stöðu er nær ógerlegt. Stelpurnar okkar gerðu hins vegar heiðarlega tilraun að því að ná úrslitum, klóruðu í bakkann með tveimur mörkum en bilið var bara of stórt til að brúa. Byrjunin góða entist ekki lengi og féll í skuggann í leik þar sem að við vorum undir í öllum aðgerðum leiksins. Saga mótsins, vorum einhvern veginn bara einu númeri of litlar. Spurningarnar sem standa eftir núna, þegar að þessu Evrópumóti er lokið, eru margar. Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik á þessu móti, pressan var mikil og stefnan sett á átta liða úrslitin en raunin sú að við vorum langt frá því að ná því markmiði og vonbrigðin þar af leiðandi mikil. Íslenska landsliðið er blessunarlega á þeim stað að hafa reglulega farið á stórmót upp á síðkastið. Einhvern veginn er það orðið hluti af vananum en staðurinn sem við erum á núna er sá að vilja sækja úrslit þar og það er frábær staður að vera á þegar að úrslitin eru okkur í vil, ef þau eru það ekki þá eru sporin þung. Það þarf að fara yfir margt nú þegar að þessu móti er lokið. Þjálfarateymið, stjórn KSÍ og leikmenn munu þurfa að fara yfir undirbúninginn, þátttökuna og umgjörðina lið fyrir lið og koma sér saman um það hvaða leið sé rétt að fara í framhaldinu. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson vill halda starfi sínu áfram. Hann hefur gert góða hluti með þetta landslið, það verður ekki af honum tekið en nýafstaðið Evrópumót fór ekki eins og vonir stóðu til. Langt í frá. Þorsteinn segist hafa löngunina og getuna til þess að sinna þessu starfi áfram en ákvörðunin um framhaldið er ekki eingöngu hans að taka. Leikmenn verða þá líka að taka ábyrgð en ég skal gefa þeim það að þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim þá köstuðu þær aldrei inn hvíta handklæðinu, ég hef ekki séð þær gera það enn. „Það þurfa allir að líta inn á við. Hver sem niðurstaðan úr því verður þá verðum við bara að fá að vinna úr henni. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla eftir leik. Þá verð ég að nefna stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Hópur sem alltaf er hægt að treysta á sama hvað bjátar á. Frá því rúmri klukkustund fyrir leik þar til yfir lauk voru stuðningsmenn Íslands framúrskarandi og tenging þeirra við liðið er traust og góð. Þar er grunnur sem þú ert með í frábæru lagi og þarf ekki að ditta að. Næstu mánuðir eru gífurlega mikilvægir fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Ekki bara þarf að taka stórar ákvarðanir varðandi næstu skref heldur eru mikilvægir umspilsleikir framundan sem hafa mikið að segja um leið okkar að næsta stórmóti. HM 2027 í Brasilíu. Nú reynir á að vandað verði til verka. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Við getum með sanni sagt að tónninn hafi verið sleginn fyrir leik kvöldsins af stuðningsmönnum íslenska landsliðsins sem voru mættir snemma upp í stungu og sungu og trölluðu yfir klukkutíma fyrir leik. Stelpurnar okkar fylgdu í kjölfarið í upphitun, vel einbeittar. „Við spilum upp á stoltið“ og „við ætlum að vinna þennan leik fyrir stuðningsmennina“ var eitthvað sem maður heyrði ítrekað í aðdraganda leiksins. Allar spurningar um hvað hefði geta gerst ef hitt og þetta hefði ekki gerst áttu ekki við í kvöld. Allir hlekkirnir farnir, bara Íslendingar á móti Norðmönnum og vonast til að pressuleysið færi vel í okkar lið. Það var engu líkara en að allir heimsins kraftar hefðu verið leystir úr læðingi þegar að Sveindís Jane kom boltanum í netið snemma leiks og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Markinu skiljanlega fagnað ákaft, fyrsta EM markið þetta árið og í kjölfarið var hverri einustu íslenskri hreinsun, hverri einustu íslenskri tæklingu ákaft fagnað. Það virtist allt með okkur en bévítans Norsarinn, eins og svo oft áður, kom til baka. Mark í kjölfar hornspyrnu og staðan orðin 1-1 eftir aðeins stundarfjórðung. Þrátt fyrir að hafa gert sex breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja er djúpt á gæðunum hjá Norðmanninum og hann herjaði á stelpurnar okkar í kjölfarið og náði inn öðru marki, aftur var það Signe Gaupset. Og stóðu leikar 2-1 í hálfleik. Norðmenn voru með öll völd á vellinum og bættu fljótlega við þriðja marki sínu í seinni hálfleik og svo því fjórða. Lentar 4-1 undir og að ætla sér að landa fyrsta og eina sigrinum á mótinu í þannig stöðu er nær ógerlegt. Stelpurnar okkar gerðu hins vegar heiðarlega tilraun að því að ná úrslitum, klóruðu í bakkann með tveimur mörkum en bilið var bara of stórt til að brúa. Byrjunin góða entist ekki lengi og féll í skuggann í leik þar sem að við vorum undir í öllum aðgerðum leiksins. Saga mótsins, vorum einhvern veginn bara einu númeri of litlar. Spurningarnar sem standa eftir núna, þegar að þessu Evrópumóti er lokið, eru margar. Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik á þessu móti, pressan var mikil og stefnan sett á átta liða úrslitin en raunin sú að við vorum langt frá því að ná því markmiði og vonbrigðin þar af leiðandi mikil. Íslenska landsliðið er blessunarlega á þeim stað að hafa reglulega farið á stórmót upp á síðkastið. Einhvern veginn er það orðið hluti af vananum en staðurinn sem við erum á núna er sá að vilja sækja úrslit þar og það er frábær staður að vera á þegar að úrslitin eru okkur í vil, ef þau eru það ekki þá eru sporin þung. Það þarf að fara yfir margt nú þegar að þessu móti er lokið. Þjálfarateymið, stjórn KSÍ og leikmenn munu þurfa að fara yfir undirbúninginn, þátttökuna og umgjörðina lið fyrir lið og koma sér saman um það hvaða leið sé rétt að fara í framhaldinu. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson vill halda starfi sínu áfram. Hann hefur gert góða hluti með þetta landslið, það verður ekki af honum tekið en nýafstaðið Evrópumót fór ekki eins og vonir stóðu til. Langt í frá. Þorsteinn segist hafa löngunina og getuna til þess að sinna þessu starfi áfram en ákvörðunin um framhaldið er ekki eingöngu hans að taka. Leikmenn verða þá líka að taka ábyrgð en ég skal gefa þeim það að þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim þá köstuðu þær aldrei inn hvíta handklæðinu, ég hef ekki séð þær gera það enn. „Það þurfa allir að líta inn á við. Hver sem niðurstaðan úr því verður þá verðum við bara að fá að vinna úr henni. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla eftir leik. Þá verð ég að nefna stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Hópur sem alltaf er hægt að treysta á sama hvað bjátar á. Frá því rúmri klukkustund fyrir leik þar til yfir lauk voru stuðningsmenn Íslands framúrskarandi og tenging þeirra við liðið er traust og góð. Þar er grunnur sem þú ert með í frábæru lagi og þarf ekki að ditta að. Næstu mánuðir eru gífurlega mikilvægir fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Ekki bara þarf að taka stórar ákvarðanir varðandi næstu skref heldur eru mikilvægir umspilsleikir framundan sem hafa mikið að segja um leið okkar að næsta stórmóti. HM 2027 í Brasilíu. Nú reynir á að vandað verði til verka.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira