„Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 09:16 Bergþór Ólason og Ragnar Þór Ingólfsson eru báðir þingflokksformenn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er óvanaleg staða sem er uppi núna,“ segir Bergþór. Það sé alvanalegt að það hvessi við þinglok og stemningin súrni en þetta sé orðið langt tímabil núna. „Í gær var staðan kannski súrari en alla jafna verður,“ segir hann. Hann segir það þeirra verkefni að ljúka þinginu og það gæti alveg eins gerst í dag og það gæti gerst aðra daga. Ragnar Þór er að upplifa sín fyrstu þinglok og segir þetta búið að vera lærdómsríkan tíma. Það sé heiður að sitja á þingi. Hann segist vakna bjartsýnn alla daga og hafi lært það í sínu fyrri starfi sem formaður VR í kjarasamningum að vera rólegur, sama hvað gengur á. „Maður getur alltaf tekið eitthvað úr reynslubankanum. Sérstaklega núna undanfarið þar sem við Beggi höfum setið næturlangt, dögum saman, allar helgar, síðustu vikur.“ „Við sjáumst mun meira en við og konurnar okkar þessar vikurnar,“ segir Bergþór. Ragnar segir alla þingflokksformenn hafa verið einbeitta og viljuga um að ná lausn. Forsætisráðherra ávarpaði þing óvænt við upphaf þingfundar í gær og sagði vegið að lýðræðinu. Eftir það var mikill hiti á þingi hjá þingmönnum í minni- og meirihluta. Talað var um valdarán og ýmis ummæli þingmanna fordæmd. Margt standist ekki skoðun sem var sagt í gær Bergþór segir stöðuna í gær bera meiri vott um spennustöðina í húsinu en nokkuð annað. „Mörg af þeim orðum sem voru látin falla standast kannski enga skoðun þegar menn draga aðeins andann,“ segir hann og tekur dæmi um „valdarán“ og að því hafi verið flaggað í tengslum við „ósköp venjulegar“ dagskrártillögur frá minnihluta sem hafi verið felldar en svo orðið að dagskrá þingsins degi síðar. „Þannig það er nú ekki meira valdarán en það. Valdarán er eitthvað sem er undirorpið dauðarefsingu mjög víða í kringum okkur þannig menn verða aðeins að sprauta sig niður í orðavalinu.“ Ragnar Þór segir að miðað við það sem hann hafi kynnt sér um þinglok sé sú sérstaða núna að viðræðurnar núna séu meiri stjórnarmyndunarviðræður en að koma málum á dagskrá. Hverju sé hleypt í gegn og hvernig. Það sé mjög óhefðbundin nálgun. Margt sé ósagt um ákvörðun Hildar Ragnar Þór segir ljóst og liggja fyrir að Hildur Sverrisdóttir hafi sem varaforseti þingsins tekið valdið í sínar hendur í fyrradag þegar hún sleit þingi án samráðs við forseta þingsins. Það sé unnið eftir ákveðnu verklagi og að því hafi ekki verið fylgt. Skiptar skoðanir eru á þessari ákvörðun Hildar og bendir Logi Bergmann, þáttastjórnandi Bítisins, á að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, hafi tekið undir með minnihluta að þetta væri eðlilegt við þessar aðstæður. Ragnar Þór segir að við eðlilegar aðstæður séu ritarar og starfsmenn hafðir með í ráðum og það sé margt við þessa sögu sem sé ósagt. Það verði ekki farið yfir það í þessum þætti. Bergþór segir málþóf sitt eina vopn til að draga stjórnarmeirihluta að samningaborðinu. Í löndum í kring hafi stjórnarminnihluti fleiri úrræði og mögulega sé þörf á að endurskoða lögin þannig fleiri tól séu til málamiðlunar. Hann segir umræðuna um veiðigjaldið þó að einhverju leyti hafa magnast upp því frumvarpið hafi komið fram seint á kjörtímabilinu. Venjulega hefjist þing í september, nú hafi það hafist í febrúar og frumvarpið verið lagt fram í mars. Ríkisstjórnin hafi ætlað sér of mikið á stuttu þingi og þess vegna lendi þingið „í risaskafli“ núna. Enn séu mörg mál órædd. Spurður hvort ekki sé eðlilegt að málið fari í atkvæðagreiðslu þegar meirihluti þjóðar styður málið samkvæmt skoðanakönnunum segir Bergþór þar hlutverk stjórnarandstöðu að vera með aðhald þegar vond lagasetning er lögð fram. Skýrt að málinu verði lokið Ragnar Þór segir ríkisstjórnina alveg skýra með það að þetta mál verði klárað, að veiðigjaldið verði reiknað út frá markaðsvirði og ekki öðru, og að þjóðin fái réttlátan arð af þeirri auðlind sem ákveðin fyrirtæki hafa aðgang að. Hann segir andstöðuna ljósa en einnig stuðning þjóðarinnar. „Við teljum þetta vera eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar sem er ekki hægt að semja út af borðinu.“ Spurður hvort skynsamlegra hefði verið að bíða segir Ragnar að málið hafi verið rætt töluvert. Það hafi verið slegin met í bæði fyrstu og annarri umferð og málið hafi fengið eina lengstu þinglegu meðferð. Þó þingið sé stutt sé þingleg meðferð með allra lengsta móti. Málið hafi tekið breytingum í meðferð nefndar og það að fresta fram á haust myndi ekki skipa miklu máli. Bergþór segir minnihluta bæði hafa lagt fram breytingartillögur innan núverandi kerfis og tillögur að breytingum á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það verði einhver leið fundin á endanum. Hann segir alvanalegt að fresta málum á milli funda og í raun sé umræðan ekki orðin eins löng og hún geti orðið. Í umræðu um þriðja orkupakkann hafi níu þingmenn tekið þátt en nú séu þeir 27. Þingmennirnir margir eigi því mikið inni í umræðum og hann sjálfur hafi aðeins sagt um þriðjung af því sem hann hafi að segja um málið. „Í þessu felst engin hótun,“ segir Bergþór. Bergþór segir að málinu verði lokið að enda. Þingfundur hefst í dag klukkan tíu í dag og er veiðigjaldafrumvarpið eina málið á dagskrá. Alltaf markmiðið að semja Ragnar segir sína nálgun að það sé alltaf hægt að semja. Það sé hans markmið að ná niðurstöðu um þinglok og hann taki því verkefni alvarlega. Bergþór tekur undir það. Þinginu muni ljúka. Málinu verði annað hvort frestað á milli þinga eða það leitt í atkvæðagreiðslu. Bergþór segir valkostina ekkert marga en þeir séu tiltölulega skýrir. Báðir segja þeir að þeim líði eins og minni vilji sé til að semja en þeir vonuðust eftir en þetta muni þó taka enda að lokum. „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram og við finnum út úr þeim verkefnum sem fyrir okkur liggja.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. 10. júlí 2025 20:59 Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 10. júlí 2025 20:09 Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. 10. júlí 2025 17:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Þetta er óvanaleg staða sem er uppi núna,“ segir Bergþór. Það sé alvanalegt að það hvessi við þinglok og stemningin súrni en þetta sé orðið langt tímabil núna. „Í gær var staðan kannski súrari en alla jafna verður,“ segir hann. Hann segir það þeirra verkefni að ljúka þinginu og það gæti alveg eins gerst í dag og það gæti gerst aðra daga. Ragnar Þór er að upplifa sín fyrstu þinglok og segir þetta búið að vera lærdómsríkan tíma. Það sé heiður að sitja á þingi. Hann segist vakna bjartsýnn alla daga og hafi lært það í sínu fyrri starfi sem formaður VR í kjarasamningum að vera rólegur, sama hvað gengur á. „Maður getur alltaf tekið eitthvað úr reynslubankanum. Sérstaklega núna undanfarið þar sem við Beggi höfum setið næturlangt, dögum saman, allar helgar, síðustu vikur.“ „Við sjáumst mun meira en við og konurnar okkar þessar vikurnar,“ segir Bergþór. Ragnar segir alla þingflokksformenn hafa verið einbeitta og viljuga um að ná lausn. Forsætisráðherra ávarpaði þing óvænt við upphaf þingfundar í gær og sagði vegið að lýðræðinu. Eftir það var mikill hiti á þingi hjá þingmönnum í minni- og meirihluta. Talað var um valdarán og ýmis ummæli þingmanna fordæmd. Margt standist ekki skoðun sem var sagt í gær Bergþór segir stöðuna í gær bera meiri vott um spennustöðina í húsinu en nokkuð annað. „Mörg af þeim orðum sem voru látin falla standast kannski enga skoðun þegar menn draga aðeins andann,“ segir hann og tekur dæmi um „valdarán“ og að því hafi verið flaggað í tengslum við „ósköp venjulegar“ dagskrártillögur frá minnihluta sem hafi verið felldar en svo orðið að dagskrá þingsins degi síðar. „Þannig það er nú ekki meira valdarán en það. Valdarán er eitthvað sem er undirorpið dauðarefsingu mjög víða í kringum okkur þannig menn verða aðeins að sprauta sig niður í orðavalinu.“ Ragnar Þór segir að miðað við það sem hann hafi kynnt sér um þinglok sé sú sérstaða núna að viðræðurnar núna séu meiri stjórnarmyndunarviðræður en að koma málum á dagskrá. Hverju sé hleypt í gegn og hvernig. Það sé mjög óhefðbundin nálgun. Margt sé ósagt um ákvörðun Hildar Ragnar Þór segir ljóst og liggja fyrir að Hildur Sverrisdóttir hafi sem varaforseti þingsins tekið valdið í sínar hendur í fyrradag þegar hún sleit þingi án samráðs við forseta þingsins. Það sé unnið eftir ákveðnu verklagi og að því hafi ekki verið fylgt. Skiptar skoðanir eru á þessari ákvörðun Hildar og bendir Logi Bergmann, þáttastjórnandi Bítisins, á að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, hafi tekið undir með minnihluta að þetta væri eðlilegt við þessar aðstæður. Ragnar Þór segir að við eðlilegar aðstæður séu ritarar og starfsmenn hafðir með í ráðum og það sé margt við þessa sögu sem sé ósagt. Það verði ekki farið yfir það í þessum þætti. Bergþór segir málþóf sitt eina vopn til að draga stjórnarmeirihluta að samningaborðinu. Í löndum í kring hafi stjórnarminnihluti fleiri úrræði og mögulega sé þörf á að endurskoða lögin þannig fleiri tól séu til málamiðlunar. Hann segir umræðuna um veiðigjaldið þó að einhverju leyti hafa magnast upp því frumvarpið hafi komið fram seint á kjörtímabilinu. Venjulega hefjist þing í september, nú hafi það hafist í febrúar og frumvarpið verið lagt fram í mars. Ríkisstjórnin hafi ætlað sér of mikið á stuttu þingi og þess vegna lendi þingið „í risaskafli“ núna. Enn séu mörg mál órædd. Spurður hvort ekki sé eðlilegt að málið fari í atkvæðagreiðslu þegar meirihluti þjóðar styður málið samkvæmt skoðanakönnunum segir Bergþór þar hlutverk stjórnarandstöðu að vera með aðhald þegar vond lagasetning er lögð fram. Skýrt að málinu verði lokið Ragnar Þór segir ríkisstjórnina alveg skýra með það að þetta mál verði klárað, að veiðigjaldið verði reiknað út frá markaðsvirði og ekki öðru, og að þjóðin fái réttlátan arð af þeirri auðlind sem ákveðin fyrirtæki hafa aðgang að. Hann segir andstöðuna ljósa en einnig stuðning þjóðarinnar. „Við teljum þetta vera eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar sem er ekki hægt að semja út af borðinu.“ Spurður hvort skynsamlegra hefði verið að bíða segir Ragnar að málið hafi verið rætt töluvert. Það hafi verið slegin met í bæði fyrstu og annarri umferð og málið hafi fengið eina lengstu þinglegu meðferð. Þó þingið sé stutt sé þingleg meðferð með allra lengsta móti. Málið hafi tekið breytingum í meðferð nefndar og það að fresta fram á haust myndi ekki skipa miklu máli. Bergþór segir minnihluta bæði hafa lagt fram breytingartillögur innan núverandi kerfis og tillögur að breytingum á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það verði einhver leið fundin á endanum. Hann segir alvanalegt að fresta málum á milli funda og í raun sé umræðan ekki orðin eins löng og hún geti orðið. Í umræðu um þriðja orkupakkann hafi níu þingmenn tekið þátt en nú séu þeir 27. Þingmennirnir margir eigi því mikið inni í umræðum og hann sjálfur hafi aðeins sagt um þriðjung af því sem hann hafi að segja um málið. „Í þessu felst engin hótun,“ segir Bergþór. Bergþór segir að málinu verði lokið að enda. Þingfundur hefst í dag klukkan tíu í dag og er veiðigjaldafrumvarpið eina málið á dagskrá. Alltaf markmiðið að semja Ragnar segir sína nálgun að það sé alltaf hægt að semja. Það sé hans markmið að ná niðurstöðu um þinglok og hann taki því verkefni alvarlega. Bergþór tekur undir það. Þinginu muni ljúka. Málinu verði annað hvort frestað á milli þinga eða það leitt í atkvæðagreiðslu. Bergþór segir valkostina ekkert marga en þeir séu tiltölulega skýrir. Báðir segja þeir að þeim líði eins og minni vilji sé til að semja en þeir vonuðust eftir en þetta muni þó taka enda að lokum. „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram og við finnum út úr þeim verkefnum sem fyrir okkur liggja.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. 10. júlí 2025 20:59 Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 10. júlí 2025 20:09 Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. 10. júlí 2025 17:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. 10. júlí 2025 20:59
Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 10. júlí 2025 20:09
Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. 10. júlí 2025 17:48