Ánægður með Arnar og er klár í haustið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 13:01 Hákon Rafn er klár í slaginn í haust þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM. Vísir/Lýður Hákon Rafn Valdimarsson hrósar landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og hlakkar til næsta landsliðsverkefnis Íslands. Strákarnir okkar séu meira en klárir í komandi undankeppni HM. Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira