Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2025 10:01 Stærsta vandamál þeirrar kynslóðar sem nú heldur um valdatauma á Íslandi er að henni er ekkert heilagt. Stjórnarmeirihlutinn, sem sjálfur styður stjórnarskrárbrot sbr. frumvarpið um bókun 35, greip fegins hendi tækifærið til að fyllast vandlætingu vegna yfirsjónar 5. varaforseta þingsins, sem fyrrum formaður Samfylkingar segir þó að hafi ekki verið neitt brot! Þingvetur sem hófst sem harmleikur endar að sumri sem farsi. Þessari kynslóð er ekkert heilagt. Í kófinu létu allir Alþingismenn það yfir sig ganga að stjórnarskráin væri tekin úr sambandi, þingið sent heim, völdin afhent (misvitru) þríeyki og að landinu væri stjórnað af framkvæmdavaldinu með tilskipunum. Á sama tíma - og enn í dag - veigruðu nánast allir lögfræðingar landsins sér við því að ræða með gagnrýnum hætti um það hvernig stjórnarskráin var gerð óvirk og borgaralegt frelsi misvirt vegna "neyðarástands" sem öllum mátti þó snemma vera ljóst að var alls ekkert neyðarástand. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leggur 100 ára sögu hans og stefnuskrá á bálið með beinum og óbeinum stuðningi við frumvarpið um bókun 35 sem felur í sér að Alþingi afhendi löggjafarvald til Brussel, án umboðs frá íslensku þjóðinni. Ný forysta Þjóðkirkjunnar leggur þrenningarjátninguna á fórnaraltari woke-ismans. Foreldrar sætta sig andmælalaust við að hugur og hjarta barna þeirra séu sóðuð út með „fræðsluefni“ um kynvitund og kynhegðun. Fjölmiðlar hampa yfirborðsmennsku og hégóma, en hæðast að þeim sem aðhyllast klassísk trúarleg og þjóðleg gildi. Ef ekkert af þessu er heilagt, hvað þá með landið og náttúruna? Jú, þessi kynslóð ráðamanna hefur sýnt stuðning við að eiturefnum sé dælt hér niður í grunnvatnið, að erlendum úrgangi sé dælt í hafið og að hálendið verði tætt í sundur og mengað með vindmyllugörðum. Öllu því sem fyrri kynslóðir töldu fagurt, gott og satt er verið að snúa á hvolf. Gamla fólkið sjálft stendur frammi fyrir því að erlendir aðkomumenn fleyti rjómann ofan af því félagslega kerfi sem fyrri kynslóðir byggðu hér upp með sínum eigin verkum. Þjóðvitund og ættjarðarást er reynt að úthrópa sem "öfgar" á meðan ráðherrar Íslands ferðast um heiminn til að verja fullveldi annarra þjóða (Úkraínu) með herskáu tali og vopnakaupum. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Horfa menn á fréttir og þekkja þar sjálfa sig / sína eigin þjóð? Við verðum að snúa af rangri braut og finna aftur okkar sögulegu, menningarlegu, trúarlegu, lagalegu rætur. Við höfum ekki annað val. Áttavitalaus getur engin þjóð verið til lengdar. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta vandamál þeirrar kynslóðar sem nú heldur um valdatauma á Íslandi er að henni er ekkert heilagt. Stjórnarmeirihlutinn, sem sjálfur styður stjórnarskrárbrot sbr. frumvarpið um bókun 35, greip fegins hendi tækifærið til að fyllast vandlætingu vegna yfirsjónar 5. varaforseta þingsins, sem fyrrum formaður Samfylkingar segir þó að hafi ekki verið neitt brot! Þingvetur sem hófst sem harmleikur endar að sumri sem farsi. Þessari kynslóð er ekkert heilagt. Í kófinu létu allir Alþingismenn það yfir sig ganga að stjórnarskráin væri tekin úr sambandi, þingið sent heim, völdin afhent (misvitru) þríeyki og að landinu væri stjórnað af framkvæmdavaldinu með tilskipunum. Á sama tíma - og enn í dag - veigruðu nánast allir lögfræðingar landsins sér við því að ræða með gagnrýnum hætti um það hvernig stjórnarskráin var gerð óvirk og borgaralegt frelsi misvirt vegna "neyðarástands" sem öllum mátti þó snemma vera ljóst að var alls ekkert neyðarástand. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leggur 100 ára sögu hans og stefnuskrá á bálið með beinum og óbeinum stuðningi við frumvarpið um bókun 35 sem felur í sér að Alþingi afhendi löggjafarvald til Brussel, án umboðs frá íslensku þjóðinni. Ný forysta Þjóðkirkjunnar leggur þrenningarjátninguna á fórnaraltari woke-ismans. Foreldrar sætta sig andmælalaust við að hugur og hjarta barna þeirra séu sóðuð út með „fræðsluefni“ um kynvitund og kynhegðun. Fjölmiðlar hampa yfirborðsmennsku og hégóma, en hæðast að þeim sem aðhyllast klassísk trúarleg og þjóðleg gildi. Ef ekkert af þessu er heilagt, hvað þá með landið og náttúruna? Jú, þessi kynslóð ráðamanna hefur sýnt stuðning við að eiturefnum sé dælt hér niður í grunnvatnið, að erlendum úrgangi sé dælt í hafið og að hálendið verði tætt í sundur og mengað með vindmyllugörðum. Öllu því sem fyrri kynslóðir töldu fagurt, gott og satt er verið að snúa á hvolf. Gamla fólkið sjálft stendur frammi fyrir því að erlendir aðkomumenn fleyti rjómann ofan af því félagslega kerfi sem fyrri kynslóðir byggðu hér upp með sínum eigin verkum. Þjóðvitund og ættjarðarást er reynt að úthrópa sem "öfgar" á meðan ráðherrar Íslands ferðast um heiminn til að verja fullveldi annarra þjóða (Úkraínu) með herskáu tali og vopnakaupum. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Horfa menn á fréttir og þekkja þar sjálfa sig / sína eigin þjóð? Við verðum að snúa af rangri braut og finna aftur okkar sögulegu, menningarlegu, trúarlegu, lagalegu rætur. Við höfum ekki annað val. Áttavitalaus getur engin þjóð verið til lengdar. Höfundur er lögmaður
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar