Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir skrifa 11. júlí 2025 13:01 Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun