Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar 12. júlí 2025 10:01 Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Davíð Aron Routley Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar