Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar 12. júlí 2025 10:01 Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Davíð Aron Routley Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun