Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar 12. júlí 2025 12:01 Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Júlíus Valsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar