Sport

Lands­lið Ís­lands í golfi gerði það gott á EM

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Dagbjartur Sigurbrandsson var ánægður með sína frammistöðu.
Dagbjartur Sigurbrandsson var ánægður með sína frammistöðu. Golfsamband Íslands

Bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið í golfi kepptu í dag á Evrópumóti landsliða. Bæði lið enduðu leik í 13. sæti mótsins.

Fyrirkomulag mótsins er tveggja daga höggleikur og þriggja daga holukeppni. Leikinn er 36 holu höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Efstu átta lið hans leika um Evrópumeistaratitilinn.

Fimm af sex bestu skorunum telja í höggleiknum og því mikilvægt fyrir alla að leika vel. Síðustu þrjá daga mótsins er útsláttarkeppni, þar sem leiknir eru tveir leikir í fjórmenning fyrir hádegi og fimm í tvímenning eftir hádegi. 

Lið sem eru ekki að leika til sigurs í mótinu leika einn fjórmenning og fjóra tvímennings leiki. Eins og Golfsamband Íslands greinir frá.

Mótið fór fram í Frakklandi en bæði lið Íslands léku í efstu deild. Sextán lið léku í karla deild og tuttugu lið kvennamegin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×