Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 21:27 Grínistinn Rosie O'Donnell og Donald Trump hafa reglulega átt í orðaskaki undanfarin ár. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira