Erlent

Veita yfir­ráða­svæði Frakk­lands meira sjálf­stæði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Emmanuel Macron Frakklandsforseti auk fulltrúa Nýju-Kaledóníu fagna samkomulaginu.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti auk fulltrúa Nýju-Kaledóníu fagna samkomulaginu. EPA

Frönsk stjórnvöld hafa samið við Nýju-Kaledóníu um samkomulag sem veitir hálfsjálfstæða landinu meira sjálfstæði, en þó ekki algjört fullveldi. 

Í nýja samkomulaginu verður Nýja-Kaledóníu skilgreind sem ríki innan franska lýðveldisins og hafa önnur lönd nú heimild til að viðurkenna ríkið. Auð auki geta íbúarnir fengið nýkadelónískan ríkisborgararétt auk franska ríkisborgararéttarins. Þrátt fyrir að samkomulag sé í höfn þarf franska þingið enn að samþykkja það auk íbúar Nýju-Kaledóníu.

„Ríki Nýju-Kaledóníu innan lýðveldisins, þetta er veðmál byggt á trausti,“ skrifar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í færslu á X.

Rúmt ár er síðan að mikil mótmæli og óeirðir á eyjunum vegna breytingartillögu fyrir stjórnarskrá Frakka. Frumbyggjarnir Kanak óttuðust að tillagan myndi gera þeim erfiðara fyrir að öðlast sjálfstæði og minnka áhrif atkvæða þeirra. Sjö manns létust í óeirðunum og var lýst yfir neyðarástandi á eyjunum. Hundruð franskir lögreglumenn sendir til Nýju-Kaledóníu til að kveða niður óeirðirnar.

Vegna þeirra kallaði Macron á fund með sér fulltrúa sjálfstæðissinna og þá sem voru gegn sjálfstæðinu til að búa til samkomulag sem yrði lagt fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu í Nýju-Kaledóníu, líkt og NYT greinir frá.

Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa áður farið fram í Nýju-Kaledóníu á árunum 2018 til 2021 en voru allar tillögurnar felldar.

Um 270 þúsund manns búa á eyjunum sem staðsettar eru austan við Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×