Innlent

Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Árásin átti sér stað á bílastæðinu við Mjódd.
Árásin átti sér stað á bílastæðinu við Mjódd. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglu á stunguárás á bílastæði við Mjóddina á föstudagskvöld miðar vel áfram og telur lögregla sig hafa góða mynd af því sem gerðist. Ástand mannsins sem varð fyrir árásinni er óbreytt og enn mjög alvarlegt.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, greinir frá þessu í samtali við fréttastofu Rúv.

Stunguárásin átti sér stað í Mjóddinni um ellefuleytið á föstudagskvöld þegar maður á þrítugsaldri stakk mann á fertugsaldri með hníf. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi en hinn særði fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka.

Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær til föstudagsins 18. júlí.

Fréttastofa náði ekki tali af Elínu Agnesi Eide Kristínardóttur, yfirlögregluþjóni hjá miðlægri deild, við skrif fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×