Veður

Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á á­kveðnum stöðvum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Blíðviðri er um nær allt land í dag.
Blíðviðri er um nær allt land í dag. Vísir/Anton Brink

Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður.

Landshitametið var sett þann 22. júní 1939 þegar hiti fór í 30,5 stig á Teigarhorni og 30,2 á Kirkjubæjarklaustri.

Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óljóst hvort landshitametið muni falla í dag. Hiti sé yfirleitt mestur síðdegis.

„Klukkan er bara rétt rúmlega eitt en ég þori ekki að segja hvort það gæti gerst. Það er yfirleitt heitast í kringum tvö, þrjú eða fjögur. Það eru fallin hitamet á einstaka stöð þannig það mun sennilega falla á öðrum stöðvum.“

Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, hvatti í hádegisfréttum göngufólk til að hafa varann á í svo miklum hita. Um tuttugu stiga hiti mældist fyrr í dag við Álftavatn.

Víða á Austurlandi er um 25 stiga hiti. Einnig var rætt við Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins á Egilsstöðum, sem sagði veðrið með ólíkindum.

Landshitamet maímánaðar

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í síðasta mánuði þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.


Tengdar fréttir

Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Hársbreidd frá hitameti í borginni

Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×