Innlent

Rak land­ganginn í flug­vélina og gerði gat

Lovísa Arnardóttir skrifar
Flugvélin er nú í viðgerð og önnur í verkefnum hennar.
Flugvélin er nú í viðgerð og önnur í verkefnum hennar. Aðsendar

Landgangi var rekið í nef flugvélar Icelandair á laugardagsmorgun þegar honum var ekið að flugvélinni við komu til landsins. Þegar landgangurinn rakst í hana urðu skemmdir á vélinni. 

Hún er nú í viðgerð og sinnir önnur flugvél, samkvæmt svari frá Icelandair, á meðan verkefnum hennar.

„Við flugafgreiðslu á laugardagsmorgun rakst landgangur í nef flugvélar Icelandair og olli skemmdum á henni. Viðgerð stendur nú yfir á vélinni og á meðan sinnir önnur flugvél verkefnum hennar,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Gatið er nokkuð stórt sem myndaðist við áreksturinn. Aðsend

Samkvæmt heimildum fréttastofu skapaðist engin hætta við atvikið og voru virkjuð vélarskipti nánast um leið til að koma í veg fyrir of mikla seinkun en vélinni átti næst að fljúga til Osló í Noregi. 

Hér sést þegar landganginum er ekið að vélinni og beint í nefið. Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×