„Það var engin taktík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. júlí 2025 22:02 Guðjón Þórðarson var ekki parhrifinn af spilamennsku íslenska landsliðsins á EM Nordic Photos/Getty Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni. Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira