Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2025 09:03 Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi Autechre Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist