Innlent

Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Elvar Hreinsson framkvæmdastjóri var upplitsdjarfur við löndun í Grindavíkurhöfn í dag.
Elvar Hreinsson framkvæmdastjóri var upplitsdjarfur við löndun í Grindavíkurhöfn í dag. Vísir/Bjarni

Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa.

Elvar Hreinsson framkvæmdastjóri Klafa löndunarþjónustu keyrði um hafnarsvæðið á lyftara enda var Bergey að koma í höfn. Hann segir eldgosið ekki trufla löndunina hið minnsta.

Fiskurinn lætur eldgos ekki á sig fá.Vísir/Bjarni

„Ég kom bara hingað til Grindavíkur því það átti að vera löndun. Ég kom bara og byrjaði að landa,“ segir hann. 

Hann kveðst ekkert botna í löngum lokunum enda gosið langt frá byggð.

Starfsmenn Klafa landa í öllum veðrum og jarðhræringum.Vísir/Bjarni

„Það er ekki langt frá okkur og hefur engin áhrif á okkur,“ segir Elvar.

„Ég skil ekki af hverju það er verið að loka svona lengi. Það er allt í lagi að loka í einhvern smátíma á meðan verið er að kanna þetta, en af hverju er verið að loka svona lengi. Hér eru fyrirtæki sem þurfa á túristum að halda og þjónustu. Það á bara að opna þetta,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×