Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Glódís Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir, landsliðskonur í hestaíþróttum, segja markmiðin skýr. Vísir Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira