„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Agnar Már Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2025 12:35 Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Vísir/Vésteinn Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent