„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:01 Oliver Ekroth er sigurviss fyrir leik kvöldsins. vísir / diego Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira