Innlent

Þriggja bíla á­rekstur á Hring­braut

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þrír voru aðilar að slysinu.
Þrír voru aðilar að slysinu. Aðsend

Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 

Talsvert viðbragð var þegar slysið varð en einn bíllinn hefur bersýnilega orðið fyrir umtalsverðu tjóni. Einstaklingurinn sem var fluttur á slysadeild er ekki með meiriháttar áverka samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsins að höfuðborgarsvæðinu.

Umferð hefur verið lokuð um Njarðargötu yfir Hringbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×