Erlent

Donald Trump greindur með lang­vinna bláæðabólgu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vinstri fótur Bandaríkjaforseta var bersýnilega bólginn á úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í knattspyrnu se mfram fór í Bandaríkjunum um helgina.
Vinstri fótur Bandaríkjaforseta var bersýnilega bólginn á úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í knattspyrnu se mfram fór í Bandaríkjunum um helgina. AP/Alex Brandon

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið greindur með langvinna bláæðabólgu. Bólgu varð vart neðarlega á fæti forsetans og hann gekkst undir ítarlega læknisskoðun í kjölfarið.

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hún las þar upp bréf frá lækni forsetans.

„Ómskoðun var gerð á bláæðum á fótum sem leiddi í ljós langvinna bláæðabólgu sem er algengur kvilli, sérstaklega hjá einstaklingum yfir 70 ára aldri,“ stóð í því.

Bandaríkjaforseti er 79 ára gamall en hefur lengi stært sig af heilsu sinni. Hann hefur sagst vera heilbrigðasti forseti í Bandaríkjasögunni. Fjölmiðlafulltrúinn sagði þó að auk bláæðabólgunnar hrjáðu hann einnig eymsli í hendi sem eru sögð tilkomin af tíðum handaböndum hans enda þarf forseti Bandaríkjanna að taka í hönd helstu mektarmenna heims samkvæmt stífri dagskrá.

Hann er samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ekki sagður þjakaður af þessum kvillum og þau eru ekki sögð alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×