Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 12:39 Þjófar kunna örugglega ýmis ráð til að fylgjast með ferðum fólks og tannstönglatrixið er eitt þeirra. Vísir „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum. Lögreglumál Bítið Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum.
Lögreglumál Bítið Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira