Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:57 Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is. Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is.
Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira