„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2025 21:00 Guðrún segir stuld í verslununum hafa verið að breytast, nú sé meira um að þjófarnir komi í hópum. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna. Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna.
Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira