„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:32 Diljá Ýr Zomers mætir til leiks á Evrópumótinu í Sviss. Hún var í hópnum en fékk þó ekki að spila í þremur leikjum íslenska liðsins. Getty/Aitor Alcalde Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá. Norski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá.
Norski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira