Fótbolti

Frankfurt kann það betur en flest fé­lög að græða pening á fram­herjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Ekitike og Omar Marmoush fagna saman marki en Eintracht Frankfurt græddi 160 milljónir evra á sölu þeirra á þessu ári eða meira en 22,8 milljarða íslenskra króna.
Hugo Ekitike og Omar Marmoush fagna saman marki en Eintracht Frankfurt græddi 160 milljónir evra á sölu þeirra á þessu ári eða meira en 22,8 milljarða íslenskra króna. Getty/Uwe Anspach

Eintracht Frankfurt er eiginlega í sérflokki þegar kemur að því að kaupa framherja ódýrt og selja þá síðan fyrir margfalt hærri upphæð nokkrum árum síðar.

Nýjasta dæmið um það er salan á franska framherjanum Hugo Ekitike til Englandsmeistara Liverpool.

Liverpool mun væntanlega borga þýska félaginu 95 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 13,6 milljarða króna.

Frankfurt keypti Ekitike frá Paris Saint-Germain fyrir 16,5 milljónir evra í apríl í fyrra eða nokkrum mánuðum eftir að hann kom til Þýskalands á láni með möguleika á kaupum.

Frankfurt græddi því næstum því áttatíu milljónir evra á einu og hálfu ári en Ekitike er langt frá því að vera sá eini.

Fyrr á þessu ári seldi Frankfurt Omar Marmoush til Manchester City fyrir áttatíu milljónir evra en Marmoush hafði komið frítt til Frankfurt.

Alls hefur Frankfurt fengið 350 milljónir evra í hreinan gróða á sölu á sex framherjum á síðustu sex árum. Það gera fimmtíu milljarðar íslenskra króna í gróða. Lista yfir leikmennina má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×