Handbolti

Stelpurnar tryggðu sér fimm­tánda sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar enduðu lærdómsríkt Evrópumót á flottum sigri.
Stelpurnar enduðu lærdómsríkt Evrópumót á flottum sigri. @hsi_iceland

Íslenska nítján ára landslið kvenna í handbolta tryggði sér fimmtánda sætið á Evrópumóti U19 í Svartfjallalandi með sannfærandi sigri í síðasta leiknum sínum.

Ísland vann þá tólf marka sigur á Tyrklandi, 36-24, eftir að hafa þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Íslensku stelpurnar voru frábærar í seinni hálfleiknum sem þær unnu 21-12.

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með sjö mörk hvor.

Það voru fleiri að skila til liðsins því fjórar skoruðu fjögur mörk eða þær Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Arna Karítas Eiríksdóttir, Águsta Rún Jónasdóttir og Ásrún Inga Arnarsdóttir.

Ásrún Inga var með flestar stoðsendingar eða fimm en Dagmar Guðrún Pálsdóttir gaf fjórar stoðsendingar auk þess að skora eitt mark.

Ingunn María Brynjarsdóttir var líka mjög öflug í markinu og varði alls fjórtán skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×