Innlent

Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Af vettvangi í nótt.
Af vettvangi í nótt. Brunavarnir Árnessýslu

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi.

Enn kraumar í kurlinu og reiknað með að vinna muni standa yfir fram eftir degi.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu.


Tengdar fréttir

Kviknaði í haug af timburkurli

Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×