Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. júlí 2025 11:00 Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar