Ozzy Osbourne allur Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 18:25 Ozzy Osbourne hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn. Getty Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. „Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira