Tengist ekki skuggaflota Rússlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:43 Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti. Viðskiptaþvinganir Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti.
Viðskiptaþvinganir Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira