Sport

Sinner búinn að fyrir­gefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jannik Sinner hefur endurráðið sjúkraþjálfarann sem hann kenndi um fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Jannik Sinner hefur endurráðið sjúkraþjálfarann sem hann kenndi um fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. Julian Finney/Getty Images

Jannik Sinner var dæmdur í keppnisbann fyrr á þessu ári fyrir lyfjamisnotkun, hann kenndi sjúkraþjálfara sínum um og rak hann úr starfi en hefur nú ráðið sama sjúkraþjálfara aftur.

Sinner var dæmdur þriggja mánaða keppnisbann í febrúar, mars og apríl á þessu ári eftir að hafa fallið tvisvar á lyfjaprófi í mars á síðasta ári.

Sinner kenndi sjúkraþjálfara sínum um og sagði bannefnið Clostebol hafa borist til hans í gegnum nuddmeðferð hjá sjúkraþjálfaranum.

Í kjölfar bannsins rak Sinner bæði Umberto Ferrara, sjúkraþjálfarann sem keypti kremið, og Giacomo Naldi, sem nuddaði hann með því.

Nú hefur Sinner hins vegar endurráðið Umberto Ferrara. Ákvörðun Sinner var tekin í samráði við allt þjálfarateymi hans.

Ferrara er sagður hafa átt stóran þátt í velgengni Sinner á hans ferli og staðráðinn í að halda áfram að hjálpa honum að ná sínum markmiðum á tennisvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×