Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar 23. júlí 2025 21:30 Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson Fjölmiðlar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun