Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 22:56 Ólafur Þ. Harðarson og formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“ Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“
Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira