Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar 25. júlí 2025 08:01 Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Gísli Stefánsson Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar