„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 16:21 Einar stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Víkings í kvöld, gegn Stjörnunni í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. vísir / lýður Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira