Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 26. júlí 2025 10:32 Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kvennaverkfall Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar