Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 27. júlí 2025 16:32 Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun