Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 27. júlí 2025 16:32 Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar