Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 10:01 Aitana Bonmati með verðlaun sín sem besti leikmaður Evrópumótsins í Sviss. Getty/Alexander Hassenstein Spænski miðjumaðurinn Aitana Bonmatí var valin besti leikmaður Evrópumóts kvenna í fótbolta en hún brosti ekki þegar hún sótti verðlaunin eftir tap í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Englandi. Bonmatí klikkaði á víti í vítakeppninni ásamt tveimur öðrum leikmönnum spænska liðsins. „Ég er í áfalli,“ sagði Aitana Bonmatí við spænsku sjónvarpsstöðina RTVE. ESPN segir frá. „Við gáfum allt okkar í þetta. Ég verð að biðjast afsökunar á vítaklúðri mínu og verð líka að óska Englandi til hamingju,“ sagði Bonmatí. „Við spiluðum samt vel. Við vorum betra liðið í leiknum en það er auðvitað ekki allt. Þú þarft að koma boltanum í netið,“ sagði Bonmatí. „Að mínu mati þá er England lið sem getur unnið leiki þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila vel. Það eru til lið sem þurfa oft ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmatí. Spænska liðið átt 22 skot í leiknum á móti aðeins átta hjá enska liðinu. Bonmatí kom til baka eftir að hafa endað inn á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu rétt fyrir mót. „Ég er niðurbrotin því við lögðum svo mikið á okkur fyrir þetta. Ég lenti í samskonar í Meistaradeildinni með liði mínu Barcelona,“ sagði Bonmatí. Barcelona tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en nokkrir leikmenn enska liðsins fögnuðu einnig sigri þar. „Frá 70. mínútu þá stjórnuðum við leiknum. Við vorum betra liðið. England reyndi ekki að sækja en það er ekki hægt að kenna neinum um. Við vinnum og töpum saman,“ sagði Bonmatí. „Þessi sársauki og hvernig mér líður núna þá finnst manni þetta vera svo grimmt. Það eins og allt sé slæmt en mér finnst að við höfum verið bestar á þessu móti, spiluðum best og erum með hæfileikaríkasta liðið,“ sagði Bonmatí. EM 2025 í Sviss Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Bonmatí klikkaði á víti í vítakeppninni ásamt tveimur öðrum leikmönnum spænska liðsins. „Ég er í áfalli,“ sagði Aitana Bonmatí við spænsku sjónvarpsstöðina RTVE. ESPN segir frá. „Við gáfum allt okkar í þetta. Ég verð að biðjast afsökunar á vítaklúðri mínu og verð líka að óska Englandi til hamingju,“ sagði Bonmatí. „Við spiluðum samt vel. Við vorum betra liðið í leiknum en það er auðvitað ekki allt. Þú þarft að koma boltanum í netið,“ sagði Bonmatí. „Að mínu mati þá er England lið sem getur unnið leiki þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila vel. Það eru til lið sem þurfa oft ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmatí. Spænska liðið átt 22 skot í leiknum á móti aðeins átta hjá enska liðinu. Bonmatí kom til baka eftir að hafa endað inn á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu rétt fyrir mót. „Ég er niðurbrotin því við lögðum svo mikið á okkur fyrir þetta. Ég lenti í samskonar í Meistaradeildinni með liði mínu Barcelona,“ sagði Bonmatí. Barcelona tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en nokkrir leikmenn enska liðsins fögnuðu einnig sigri þar. „Frá 70. mínútu þá stjórnuðum við leiknum. Við vorum betra liðið. England reyndi ekki að sækja en það er ekki hægt að kenna neinum um. Við vinnum og töpum saman,“ sagði Bonmatí. „Þessi sársauki og hvernig mér líður núna þá finnst manni þetta vera svo grimmt. Það eins og allt sé slæmt en mér finnst að við höfum verið bestar á þessu móti, spiluðum best og erum með hæfileikaríkasta liðið,“ sagði Bonmatí.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira