Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 10:01 Aitana Bonmati með verðlaun sín sem besti leikmaður Evrópumótsins í Sviss. Getty/Alexander Hassenstein Spænski miðjumaðurinn Aitana Bonmatí var valin besti leikmaður Evrópumóts kvenna í fótbolta en hún brosti ekki þegar hún sótti verðlaunin eftir tap í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Englandi. Bonmatí klikkaði á víti í vítakeppninni ásamt tveimur öðrum leikmönnum spænska liðsins. „Ég er í áfalli,“ sagði Aitana Bonmatí við spænsku sjónvarpsstöðina RTVE. ESPN segir frá. „Við gáfum allt okkar í þetta. Ég verð að biðjast afsökunar á vítaklúðri mínu og verð líka að óska Englandi til hamingju,“ sagði Bonmatí. „Við spiluðum samt vel. Við vorum betra liðið í leiknum en það er auðvitað ekki allt. Þú þarft að koma boltanum í netið,“ sagði Bonmatí. „Að mínu mati þá er England lið sem getur unnið leiki þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila vel. Það eru til lið sem þurfa oft ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmatí. Spænska liðið átt 22 skot í leiknum á móti aðeins átta hjá enska liðinu. Bonmatí kom til baka eftir að hafa endað inn á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu rétt fyrir mót. „Ég er niðurbrotin því við lögðum svo mikið á okkur fyrir þetta. Ég lenti í samskonar í Meistaradeildinni með liði mínu Barcelona,“ sagði Bonmatí. Barcelona tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en nokkrir leikmenn enska liðsins fögnuðu einnig sigri þar. „Frá 70. mínútu þá stjórnuðum við leiknum. Við vorum betra liðið. England reyndi ekki að sækja en það er ekki hægt að kenna neinum um. Við vinnum og töpum saman,“ sagði Bonmatí. „Þessi sársauki og hvernig mér líður núna þá finnst manni þetta vera svo grimmt. Það eins og allt sé slæmt en mér finnst að við höfum verið bestar á þessu móti, spiluðum best og erum með hæfileikaríkasta liðið,“ sagði Bonmatí. EM 2025 í Sviss Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Bonmatí klikkaði á víti í vítakeppninni ásamt tveimur öðrum leikmönnum spænska liðsins. „Ég er í áfalli,“ sagði Aitana Bonmatí við spænsku sjónvarpsstöðina RTVE. ESPN segir frá. „Við gáfum allt okkar í þetta. Ég verð að biðjast afsökunar á vítaklúðri mínu og verð líka að óska Englandi til hamingju,“ sagði Bonmatí. „Við spiluðum samt vel. Við vorum betra liðið í leiknum en það er auðvitað ekki allt. Þú þarft að koma boltanum í netið,“ sagði Bonmatí. „Að mínu mati þá er England lið sem getur unnið leiki þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila vel. Það eru til lið sem þurfa oft ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmatí. Spænska liðið átt 22 skot í leiknum á móti aðeins átta hjá enska liðinu. Bonmatí kom til baka eftir að hafa endað inn á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu rétt fyrir mót. „Ég er niðurbrotin því við lögðum svo mikið á okkur fyrir þetta. Ég lenti í samskonar í Meistaradeildinni með liði mínu Barcelona,“ sagði Bonmatí. Barcelona tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en nokkrir leikmenn enska liðsins fögnuðu einnig sigri þar. „Frá 70. mínútu þá stjórnuðum við leiknum. Við vorum betra liðið. England reyndi ekki að sækja en það er ekki hægt að kenna neinum um. Við vinnum og töpum saman,“ sagði Bonmatí. „Þessi sársauki og hvernig mér líður núna þá finnst manni þetta vera svo grimmt. Það eins og allt sé slæmt en mér finnst að við höfum verið bestar á þessu móti, spiluðum best og erum með hæfileikaríkasta liðið,“ sagði Bonmatí.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira