Donald Trump sást svindla á golfvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 08:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti sést hér spila golf á Turnberry golfvellinum í Skotlandi sem er golfvöllur sem hann á sjálfur. Getty/Christopher Furlong Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Skotlandi í opinberri heimsókn en hún snerist reyndar að stórum hluta um golfvöllinn hans og kynningu á honum. Trump á golfvöll í Skotlandi en það er Turnberry golfvöllurinn sem hann keypti löngu áður en hann varð forseti. Trump var auðvitað duglegur að auglýsa golfvöllinn sinn í ferðinni til Skotlands og fjölmiðlar fylgdu honum þangað. Það kom heldur ekki annað til greina en að spila einn hring. Þar komst upp um Trump því hann sást svindla fyrir framan myndavélarnar. Skoskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þetta svindl Trump á golfvellinum. Trump hefur aldrei verið talinn sá heiðarlegasti og lengi hefur verið sterkur orðrómur um það að hann sé að hafa rangt við á golfvellinum. Meðal þeirra sem hafa ásakað hann um svindl í golfi er bandaríski leikarinn Samuel L. Jackson. Skosku fjölmiðlarnir komust því í feitt þegar þeir gómuðu Trump við að svindla. Kylfusveinninn hans sást þá láta bolta falla lúmskt í jörðina og færa hann í betri stöðu fyrir sinn yfirmann. „Þetta myndband af kylfusveini Trump er ekkert stórmál. Það að Trump svindli í golfi er ekki nálægt því að vera það versta frá honum,“ skrifaði Tom Nichols í The Atlantic. Trump elskar að spila golf og hann var í golfi í að minnsta kosti 45 daga af fyrstu 189 dögum hans sem forseti eða 24 prósent daganna. Það kostar líka bandarísku þjóðina milljónir að fara með hann og hans föruneyti í golf því gríðarlega öryggisgæslu þarf til hvert sem hann fer. View this post on Instagram A post shared by 10 News (@10newsau) Golf Donald Trump Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Trump á golfvöll í Skotlandi en það er Turnberry golfvöllurinn sem hann keypti löngu áður en hann varð forseti. Trump var auðvitað duglegur að auglýsa golfvöllinn sinn í ferðinni til Skotlands og fjölmiðlar fylgdu honum þangað. Það kom heldur ekki annað til greina en að spila einn hring. Þar komst upp um Trump því hann sást svindla fyrir framan myndavélarnar. Skoskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þetta svindl Trump á golfvellinum. Trump hefur aldrei verið talinn sá heiðarlegasti og lengi hefur verið sterkur orðrómur um það að hann sé að hafa rangt við á golfvellinum. Meðal þeirra sem hafa ásakað hann um svindl í golfi er bandaríski leikarinn Samuel L. Jackson. Skosku fjölmiðlarnir komust því í feitt þegar þeir gómuðu Trump við að svindla. Kylfusveinninn hans sást þá láta bolta falla lúmskt í jörðina og færa hann í betri stöðu fyrir sinn yfirmann. „Þetta myndband af kylfusveini Trump er ekkert stórmál. Það að Trump svindli í golfi er ekki nálægt því að vera það versta frá honum,“ skrifaði Tom Nichols í The Atlantic. Trump elskar að spila golf og hann var í golfi í að minnsta kosti 45 daga af fyrstu 189 dögum hans sem forseti eða 24 prósent daganna. Það kostar líka bandarísku þjóðina milljónir að fara með hann og hans föruneyti í golf því gríðarlega öryggisgæslu þarf til hvert sem hann fer. View this post on Instagram A post shared by 10 News (@10newsau)
Golf Donald Trump Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira