Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 13:35 Úr Hvalfirði. Mynd úr safni. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni. Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni.
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14