Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 21:40 Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Sýn Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira