Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2025 13:50 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. SÝN Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. Tvö fyrirtæki á Íslandi framleiða kísilmálma, Elkem á Grundartanga, sem framleiðir kísiljárn, og PCC á Bakka, sem framleiðir hreinan kísil. Rekstur PCC hefur raunar verið stöðvaður tímabundið vegna rekstrarörðugleika. Evrópusambandið hefur boðað innflutningstoll í formi lágmarksverðs á kísiljárn, sem hvorki Ísland né Noregur verða undanþegin. Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC, segir tollana munu geta haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Nú er það reyndar þannig að það er verið að leggja til verndartolla á kísiljárn en ekki kísilmálm. Hann er í rauninni undanskilinn, það sem við framleiðum á Bakka. Einhverjir myndu halda að það væru jákvæðar fréttir en það er það í rauninni ekki. Af því að verð á kísilmálmi í Evrópu er mjög lágt. Verstu fréttirnar eru að Ísland og Noregur séu undanskilin svona verndarráðstöfunum. Þær eru mjög slæmar, myndi ég segja.“ Framleiðsla gæti lagst af Munurinn á kísiljárni, sem Elkem framleiðir, og kísilmálmi, sem PCC framleiðir, er að kísiljárn inniheldur 25 járn en kísilmálmur PCC er 99 prósent kísill. Kísiljárn er einkum notað til stálframleiðslu en stálframleiðendur geta einnig notað hreinan kísil í framleiðslu sinni. „Þannig að ef það er komið lágmarksverð á kísiljárn þá gætu þeir freistast til að kaupa ódýrari kísilmálm, til dæmis frá Kína, og nota hann í staðinn. Það er hætta á ákveðnum leka að setja kísiljárn á lista en ekki kísilmálm. Verstu fréttirnar eru þær að það eru engar vernarráðstafanir fyrir kísilmálm inn í Evrópu. Þannig að það er óljóst hvernig markaðurinn þar fyrir okkar vörur í framtíðinni. Hvert verðið verður og samkeppnishæfni okkar á Bakka gagnvart innflytjendum utan frá. Af því að það er nokkuð ljóst að ef þetta verður niðurstaðan er ansi hætt við að öll framleiðsla kísilmálma í Evrópu leggist af.“ Kínverjar geti skrúfað fyrir framboðið Kári Marís segir að forsvarsmenn PCC hafi átt í samtali við stjórnvöld hér á landi og að þeir taki undir hvatningu kollega þeirra í Elkem til stjórnvalda. Bregðast þurfi við af fullum krafti. Þá segir hann kísilmálmsframleiðslu innan Evrópusambandsins geta annað tíu prósentum af þörfum sambandsins. „Ef þú bætir við Íslandi og Noregi, sérstaklega Noregi, þá er verið að framleiða fjörutíu til fimmtíu prósent af þörfinni í Evrópu í heild, með Íslandi og Noregi innanborðs. Það er eiginlega það sem er, Noregur er svo stór innflytjandi til Evrópu, það er að okkur skilst ein af ástæðunum fyrir því að þeir telja sig ekki geta skilið Ísland og Noreg út undan. Það er að segja að við getum ekki verið hluti af þessum verndartollum. En þetta er skrýtið, þetta er pólitískt mál, til dæmis að skilja kísilinn út undan, að setja ekki verndartoll á hann.“ Umhverfisslys í uppsiglingu Þá segir hann að verði sambærilegir verndartollar á kísilmálm ekki teknir upp gæti kísilmálmframleiðsla í Evrópu lagst af. Sem væri mjög alvarlegt. „Mengunin við sambærilega framleiðslu í Kína er svona þrisvar sinnum meiri en á Íslandi og í Noregi. Þannig að þetta er mjög slæmt upp á það að gera. En aðallega, dæmin hafa sýnt það, að ef öll svona framleiðsla legst af í álfunni þá ertu kominn algjörlega undir hælinn á Kínverjum. Þá eru þeir að fara að skaffa þér áttatíu, níutíu prósent af því sem þú þarft, eitthvað kæmi frá Brasilíu. Þeir hafa sýnt áður að ef það hentar þeim þá myndu þeir bara skrúfa fyrir útflutninginn á þessum málmum. Eða þeir myndu setja útflutningstolla á ákveðnar vörur, eins og núna síðast þegar Trump var að hóta tollum, þá settu þeir útflutningstolla á ákveðna sjaldgæfa málma.“ Evrópusambandið Kína Norðurþing Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Tvö fyrirtæki á Íslandi framleiða kísilmálma, Elkem á Grundartanga, sem framleiðir kísiljárn, og PCC á Bakka, sem framleiðir hreinan kísil. Rekstur PCC hefur raunar verið stöðvaður tímabundið vegna rekstrarörðugleika. Evrópusambandið hefur boðað innflutningstoll í formi lágmarksverðs á kísiljárn, sem hvorki Ísland né Noregur verða undanþegin. Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC, segir tollana munu geta haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Nú er það reyndar þannig að það er verið að leggja til verndartolla á kísiljárn en ekki kísilmálm. Hann er í rauninni undanskilinn, það sem við framleiðum á Bakka. Einhverjir myndu halda að það væru jákvæðar fréttir en það er það í rauninni ekki. Af því að verð á kísilmálmi í Evrópu er mjög lágt. Verstu fréttirnar eru að Ísland og Noregur séu undanskilin svona verndarráðstöfunum. Þær eru mjög slæmar, myndi ég segja.“ Framleiðsla gæti lagst af Munurinn á kísiljárni, sem Elkem framleiðir, og kísilmálmi, sem PCC framleiðir, er að kísiljárn inniheldur 25 járn en kísilmálmur PCC er 99 prósent kísill. Kísiljárn er einkum notað til stálframleiðslu en stálframleiðendur geta einnig notað hreinan kísil í framleiðslu sinni. „Þannig að ef það er komið lágmarksverð á kísiljárn þá gætu þeir freistast til að kaupa ódýrari kísilmálm, til dæmis frá Kína, og nota hann í staðinn. Það er hætta á ákveðnum leka að setja kísiljárn á lista en ekki kísilmálm. Verstu fréttirnar eru þær að það eru engar vernarráðstafanir fyrir kísilmálm inn í Evrópu. Þannig að það er óljóst hvernig markaðurinn þar fyrir okkar vörur í framtíðinni. Hvert verðið verður og samkeppnishæfni okkar á Bakka gagnvart innflytjendum utan frá. Af því að það er nokkuð ljóst að ef þetta verður niðurstaðan er ansi hætt við að öll framleiðsla kísilmálma í Evrópu leggist af.“ Kínverjar geti skrúfað fyrir framboðið Kári Marís segir að forsvarsmenn PCC hafi átt í samtali við stjórnvöld hér á landi og að þeir taki undir hvatningu kollega þeirra í Elkem til stjórnvalda. Bregðast þurfi við af fullum krafti. Þá segir hann kísilmálmsframleiðslu innan Evrópusambandsins geta annað tíu prósentum af þörfum sambandsins. „Ef þú bætir við Íslandi og Noregi, sérstaklega Noregi, þá er verið að framleiða fjörutíu til fimmtíu prósent af þörfinni í Evrópu í heild, með Íslandi og Noregi innanborðs. Það er eiginlega það sem er, Noregur er svo stór innflytjandi til Evrópu, það er að okkur skilst ein af ástæðunum fyrir því að þeir telja sig ekki geta skilið Ísland og Noreg út undan. Það er að segja að við getum ekki verið hluti af þessum verndartollum. En þetta er skrýtið, þetta er pólitískt mál, til dæmis að skilja kísilinn út undan, að setja ekki verndartoll á hann.“ Umhverfisslys í uppsiglingu Þá segir hann að verði sambærilegir verndartollar á kísilmálm ekki teknir upp gæti kísilmálmframleiðsla í Evrópu lagst af. Sem væri mjög alvarlegt. „Mengunin við sambærilega framleiðslu í Kína er svona þrisvar sinnum meiri en á Íslandi og í Noregi. Þannig að þetta er mjög slæmt upp á það að gera. En aðallega, dæmin hafa sýnt það, að ef öll svona framleiðsla legst af í álfunni þá ertu kominn algjörlega undir hælinn á Kínverjum. Þá eru þeir að fara að skaffa þér áttatíu, níutíu prósent af því sem þú þarft, eitthvað kæmi frá Brasilíu. Þeir hafa sýnt áður að ef það hentar þeim þá myndu þeir bara skrúfa fyrir útflutninginn á þessum málmum. Eða þeir myndu setja útflutningstolla á ákveðnar vörur, eins og núna síðast þegar Trump var að hóta tollum, þá settu þeir útflutningstolla á ákveðna sjaldgæfa málma.“
Evrópusambandið Kína Norðurþing Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun