Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:02 Ímyndum okkur einstakling sem hefur glímt við alvarleg veikindi – t.d. krabbamein eða þunglyndi, en hefur síðan náð bata, snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi árum saman. Sá einstaklingur bókar svo ferð til útlanda, borgar staðfestingargjald með Vísakorti í þeirri trú að ferðatrygging fylgi kortinu og verndi hann ef eitthvað kæmi upp á. Hann veikist því miður, þarf að hætta við ferðina og sækir um bætur út frá forfallatryggingunni. Það sem kemur hins vegar í ljós, oftast þegar neyðin er mest, er að forfallatryggingin nær alls ekki til þessa einstaklings. Af hverju? Vegna ákvæðis eins og 7.2.1 í skilmálum VÍS, þar sem segir að ekki séu greiddar bætur vegna „slysa, veikinda og sjúkdóma“ sem vátryggður hafi „þjáðst af“ og fengið læknismeðferð við síðustu 6 mánuði áður en ferð var staðfest og einnig ef viðkomandi hafi verið skráður á biðlista. Og hvað telst meðferð? Ekki bara aðgerð eða lyfjagjöf –heldur jafnvel viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða sérfæði. Allt er þetta skráð í sjúkraskrár og allt getur verið notað gegn vátryggingartaka þegar hann óskar eftir bótum. Það eru margir sem halda að með því einu að greiða ferð með Vísakorti sé tryggt að forfallatrygging taki gildi ef veikindi koma upp. Slagorð um „öryggi og vörn á ferðalögum“ virðast í raun aðeins gilda í orðunum einum þegar tryggingafélög beita mjög þröngri túlkun á skilmálum sínum. Nýlegt dæmi skjólstæðings míns sýnir þetta svart á hvítu. Viðkomandi hafði greitt fyrir utanlandsferð með Vísakorti (Premium korti frá Íslandsbanka) í október 2024 og var með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum VÍS (GT87). Í maí sl. varð hann fyrir skyndilegum veikindum sem leiddu til aðgerðar sem gera honum ókleift að fara í ferðina í september. Engu að síður synjaði VÍS um bótaskyldu og byggði á því að einstaklingurinn hafi á einhverjum tímapunkti áður hlotið læknishjálp vegna sama heilsufarsvandamáls sem var fyrir meira en fimm árum. Á þeim tíma sem ferðin var bókuð var hann hins vegar í fullri vinnu, við góða heilsu, án einkenna og ekki í neinni meðferð eða á neinum biðlista vegna aðgerðar. Það vekur upp alvarlegar spurningar þegar slík synjun byggist á óskilgreindum og mjög rúmum forsendum úr smáa letrinu. Form eyðublaða gerir illt verra Það bætir ekki úr skák að vátryggingafélög krefjast þess að læknar fylli út staðlað eyðublað sem þau hafa sjálf samið, með lokuðum svarkostum. Þegar flókin líkamleg veikindi þurfa skýringu, er það ótækt að ætla sér að „já/nei“ við spurningunni um tengsl við fyrri meðferð segi allt. Oft er rétt svar: „Já, en ekki þannig að þetta hafi verið fyrirséð eða hluti af fyrri sjúkdómi.“ Tryggingarfélagið túlkar svo slíkt svar sem fulla staðfestingu á undanþágu jafnvel án þess að skoða aðdraganda, líðan vátryggðs eða yfirlýsingu sérfræðings. Slík afstaða, þar sem vátryggingaskilmálar vinna gegn sjúklingum, gengur gegn öllum meginreglum vátryggingaréttar: að undanþágur beri að túlka þröngt og að vafi skuli metinn vátryggingartaka í hag. Öryggistilfinning sem er aðeins á pappírnum þegar reynir á Það er dapurlegt að fólk, oft eldri borgarar eða einstaklingar sem hafa loks náð bata eftir alvarleg veikindi, bóki ferð í góðri trú, borgi staðfestingargjald með korti frá bankanum sínum sem lofar ferðavernd, og svo þegar eitthvað kemur upp, þá sé þeim sagt að tryggingin nái ekki til þeirra vegna atriða sem þau héldu að væru að baki. Það væri eðlilegt að bankar sem selja slík kort og auglýsa ferðatryggingar með ákveðni hámarksvernd fyrir forföll, kynni jafnframt raunverulega takmarkanir og orði skýrt að einstaklingar sem hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma, þó þeir séu læknaðir, eigi í reynd litla sem enga tryggingu. Það er mikilvægt að öryggistilfinningin sem tryggingafélög markaðssetja sé raunveruleg, ekki aðeins á pappírnum. Þegar regluverk þróast á þann veg að upplýsingar sem skráðar eru í sjúkraskýrslum geta haft bein áhrif á möguleika fólks á greiðslu, þarf að spyrja: Gæti þetta orðið til þess að fólk forðist að leita sér hjálpar? Þessar víðtæku undanþáguklásur tryggingarfélaga eins og t.d. VÍS fela í sér að einstaklingar sem hafa á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds fengið læknishjálp eða meðferð vegna einhverra veikinda eða sjúkdóma, geta verið sviptir bótaskyldu, jafnvel þótt þessi veikindi hafi verið læknuð eða skráð sem „fyrri meðferð“. Þessi víðtæka og opna heimild fyrir túlkun tryggingafélags getur útheimt að sjúklingar, sem eru að meðhöndla veikindi, líkamleg sem andleg gætu hikað við að leita sér aðstoðar af ótta við að skráningin gæti dregið úr möguleikum á bótum síðar. Ef tryggingin er í raun aðeins fyrir þá sem hafa aldrei veikst og ekki leitað til læknis, sálfræðings, sjúkraþjálfara o.s.frv., þá er tími til kominn að segja það hreint út. Hver ber ábyrgð? Spurningin sem vaknar: Hver ber ábyrgð á því að neytendur haldi að þeir séu tryggðir, þegar þeir eru það í raun ekki? Hér þarf að koma til lagabreyting eða eftirlit með samkeppni og skilmálum tryggingarfélaga. Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking. Höfundur er lögmaður og eigandi MAGISTRA ehf lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Ferðalög Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur einstakling sem hefur glímt við alvarleg veikindi – t.d. krabbamein eða þunglyndi, en hefur síðan náð bata, snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi árum saman. Sá einstaklingur bókar svo ferð til útlanda, borgar staðfestingargjald með Vísakorti í þeirri trú að ferðatrygging fylgi kortinu og verndi hann ef eitthvað kæmi upp á. Hann veikist því miður, þarf að hætta við ferðina og sækir um bætur út frá forfallatryggingunni. Það sem kemur hins vegar í ljós, oftast þegar neyðin er mest, er að forfallatryggingin nær alls ekki til þessa einstaklings. Af hverju? Vegna ákvæðis eins og 7.2.1 í skilmálum VÍS, þar sem segir að ekki séu greiddar bætur vegna „slysa, veikinda og sjúkdóma“ sem vátryggður hafi „þjáðst af“ og fengið læknismeðferð við síðustu 6 mánuði áður en ferð var staðfest og einnig ef viðkomandi hafi verið skráður á biðlista. Og hvað telst meðferð? Ekki bara aðgerð eða lyfjagjöf –heldur jafnvel viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða sérfæði. Allt er þetta skráð í sjúkraskrár og allt getur verið notað gegn vátryggingartaka þegar hann óskar eftir bótum. Það eru margir sem halda að með því einu að greiða ferð með Vísakorti sé tryggt að forfallatrygging taki gildi ef veikindi koma upp. Slagorð um „öryggi og vörn á ferðalögum“ virðast í raun aðeins gilda í orðunum einum þegar tryggingafélög beita mjög þröngri túlkun á skilmálum sínum. Nýlegt dæmi skjólstæðings míns sýnir þetta svart á hvítu. Viðkomandi hafði greitt fyrir utanlandsferð með Vísakorti (Premium korti frá Íslandsbanka) í október 2024 og var með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum VÍS (GT87). Í maí sl. varð hann fyrir skyndilegum veikindum sem leiddu til aðgerðar sem gera honum ókleift að fara í ferðina í september. Engu að síður synjaði VÍS um bótaskyldu og byggði á því að einstaklingurinn hafi á einhverjum tímapunkti áður hlotið læknishjálp vegna sama heilsufarsvandamáls sem var fyrir meira en fimm árum. Á þeim tíma sem ferðin var bókuð var hann hins vegar í fullri vinnu, við góða heilsu, án einkenna og ekki í neinni meðferð eða á neinum biðlista vegna aðgerðar. Það vekur upp alvarlegar spurningar þegar slík synjun byggist á óskilgreindum og mjög rúmum forsendum úr smáa letrinu. Form eyðublaða gerir illt verra Það bætir ekki úr skák að vátryggingafélög krefjast þess að læknar fylli út staðlað eyðublað sem þau hafa sjálf samið, með lokuðum svarkostum. Þegar flókin líkamleg veikindi þurfa skýringu, er það ótækt að ætla sér að „já/nei“ við spurningunni um tengsl við fyrri meðferð segi allt. Oft er rétt svar: „Já, en ekki þannig að þetta hafi verið fyrirséð eða hluti af fyrri sjúkdómi.“ Tryggingarfélagið túlkar svo slíkt svar sem fulla staðfestingu á undanþágu jafnvel án þess að skoða aðdraganda, líðan vátryggðs eða yfirlýsingu sérfræðings. Slík afstaða, þar sem vátryggingaskilmálar vinna gegn sjúklingum, gengur gegn öllum meginreglum vátryggingaréttar: að undanþágur beri að túlka þröngt og að vafi skuli metinn vátryggingartaka í hag. Öryggistilfinning sem er aðeins á pappírnum þegar reynir á Það er dapurlegt að fólk, oft eldri borgarar eða einstaklingar sem hafa loks náð bata eftir alvarleg veikindi, bóki ferð í góðri trú, borgi staðfestingargjald með korti frá bankanum sínum sem lofar ferðavernd, og svo þegar eitthvað kemur upp, þá sé þeim sagt að tryggingin nái ekki til þeirra vegna atriða sem þau héldu að væru að baki. Það væri eðlilegt að bankar sem selja slík kort og auglýsa ferðatryggingar með ákveðni hámarksvernd fyrir forföll, kynni jafnframt raunverulega takmarkanir og orði skýrt að einstaklingar sem hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma, þó þeir séu læknaðir, eigi í reynd litla sem enga tryggingu. Það er mikilvægt að öryggistilfinningin sem tryggingafélög markaðssetja sé raunveruleg, ekki aðeins á pappírnum. Þegar regluverk þróast á þann veg að upplýsingar sem skráðar eru í sjúkraskýrslum geta haft bein áhrif á möguleika fólks á greiðslu, þarf að spyrja: Gæti þetta orðið til þess að fólk forðist að leita sér hjálpar? Þessar víðtæku undanþáguklásur tryggingarfélaga eins og t.d. VÍS fela í sér að einstaklingar sem hafa á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds fengið læknishjálp eða meðferð vegna einhverra veikinda eða sjúkdóma, geta verið sviptir bótaskyldu, jafnvel þótt þessi veikindi hafi verið læknuð eða skráð sem „fyrri meðferð“. Þessi víðtæka og opna heimild fyrir túlkun tryggingafélags getur útheimt að sjúklingar, sem eru að meðhöndla veikindi, líkamleg sem andleg gætu hikað við að leita sér aðstoðar af ótta við að skráningin gæti dregið úr möguleikum á bótum síðar. Ef tryggingin er í raun aðeins fyrir þá sem hafa aldrei veikst og ekki leitað til læknis, sálfræðings, sjúkraþjálfara o.s.frv., þá er tími til kominn að segja það hreint út. Hver ber ábyrgð? Spurningin sem vaknar: Hver ber ábyrgð á því að neytendur haldi að þeir séu tryggðir, þegar þeir eru það í raun ekki? Hér þarf að koma til lagabreyting eða eftirlit með samkeppni og skilmálum tryggingarfélaga. Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking. Höfundur er lögmaður og eigandi MAGISTRA ehf lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar